Bananalýðveldi...
Bananalýðveldi eða banana republic eins og það kallast á ensku er orð sem oft er notað í niðrandi merkingu til að lýsa ástandi í tilteknum smáríkjum. Oftast er verið að vísa til smáríkja í Rómönsku Ameríku sem búa við spilltar og óstöðugar ríkisstjórnir og þá oft herstjórnir. Efnahagur þessara landa er oft mjög bágborinn og einhæfur og byggist nær eingöngu á einhverri einni framleiðsluvöru, til dæmis banönum. Oftar en ekki er banana- eða ávaxtaframleiðslan í eigu erlendra stórfyrirtækja.