Hefur ykkur einhvern tímann liðið illa. Verið leið, reið, sár, pirruð eða bara upplifað einhverjar aðrar svipaðar tilfinningar og haft enga hugmynd um afhverju í ósköpunum ykkur líður svona? :S

Gerist geðveikt oft fyrir mig og ég þoli það ekki :(. Ég meina, ef þú veist ekki hvað er að þá segir sig sjálft að það verður hægara sagt en gert að laga það :/.
Og þá er ég líka alltaf að pæla í hvað það gæti verið og heilinn fer alveg í mess í öllum hamagangnum :P.

Ohh :S, hormón? :P. Kannski pillan? :P.
En ég held að ég sé bara svona :(.

Ohh, síðan er maður spurður afhverju manni líði illa og manni langar virkilega að treysta manneskjunni fyrir því og jafnvel fá stuðning og hjálp :P.
En þá bara veit maður ekkert af hverju og segir þá “veit það ekki” og þá er eins og maður vilji ekki segja manneskjunni frá því og treysti henni ekki fyrir því :(.

Jæja, þetta var nú bara smá útrás og pæling :), eitthvað sem ég hef verið að pæla mikið í ;)…og bara datt enginn betri staður í hug en sorpið :).
En kannast enginn við þetta? :P
=)