Palli var ósköp duglegur strákur. Á hverjum morgni dreif hann sig á fætur um leið og klukkan hringdi, eða klukkan 7, og klæddi sig í fötin, brustaði tennurnar og borðaði morgunmatinn sinn. Hann vildi alltaf leggja tímanlega af stað í skólann svo hann kæmi ekki og seint.
Það var langt fyrir Palla að fara í skólann en mamma hans og pabbi voru búin að kenna honum að fara góða og örugga leið í skólann. Oftast fór Palli þá leið sem öruggust var. Þá fékk hann á gangstéttinni, fór yfir götu á gangbraut og horfði vel til beggja hliða og hlustaði hvort hann heyrði í bíl. Ef það voru gangbrautarljós fór hann aldrei fyrr en græni kallinn kom. Hann var sem sagt fyrirmyndardrengur í umferðinni.
Nú rölti hann eftir gangstéttinni með skólatöskuna á bakinu og hugsaði um hvað það yrði gaman að hitta Jóa í skólanum. Jói var nefninlega besti vinum Palla. Þeir brölluðu nú margt saman. Fóru saman í bíó, byggðu kofa í sumar og ýmislegt skemmtilegt höfðu þeir gert.
Allt í einu sá hann eitthvað lítið og brúnt skjótast við fætur sér. Hvað var þetta? Nú var Palli forvitinn. Hann hljóp þangað sem hnoðrinn fór en rétt missti af honum. Þá tók hann eftir því að hann hafði hlaupið yfir götuna án þess að horfa og hlusta eftir bílum. Mikið var hann heppinn að hafa ekki orðið fyrir bíl.
Þegar Palli var rétt að koma að skólanum sá hann tvo stráka sem töluðu svo mikið saman að þeir tóku ekki eftir gangbraut rétt hjá heldur stukku á ská yfir götuna þar sem þeir voru. Þetta vissi Palli að átti ekki að gera. Það átti alltaf að fara yfir götu á gangbraut og þar sem var ekki gangbraut átti að fara beint yfir götuna og vera ekkert að drolla á leiðinni. og svo líka að hlusta og horfa vel í kringum sig. Palli kom á réttum tíma í skólann, heill á húfi einn daginn enn og vonandi verður það um ókomna tíð.