Hæ… Mér leiðist… Surprise…

Ég hef víst ekki verið mikið inná Sorpinu undanfarna daga. Einfaldlega vegna skilaboðaskorts. Og ef ég er ekki inná Sorpinu fæ ég engin skilaboð. Flókið-ness…

Heimsspekihorn Bjarna

Til hvers eru flugur til? Flugur eru eitthvað það tilgangslausasta kjaftæði sem er til… Flugur lifa í nokkra daga, fljúga um, skíta og *búa til fleiri flugur* og fljúga svo á glugga eða fá hjartaáfall (það er að segja, ef þær eru með hjarta).

Ég held að flugur heimsins verði til í stóra trénu mínu sem er fyrir framan útidyrahurðina mína… Það lítur allavega út fyrir það. Þegar maður kemur heim úr skólanum á sumrin bíða manns 2056485612687 pínulitlar lirfuflugur sveimandi um fyrir framan útidyrahurðina mína og ég þarf að standa í svarminum á meðan ég reyni að ná lyklaógeðinu upp úr vasanum. Síðan þegar ég loksins næ honum flýgur eitt stykki lirfuógeðsfluga inní nefið á mér og lætur mig missa ****** lykilinn niður á milli bilanna á plankagangveginum okkar. Þá þarf ég að beygja mig niður og liggja í klukkutíma á pallinum í flugusvarmi að reyna að troða puttunum á milli plankana til að ná í lykilinn og komast inn til mín. Þegar ég svo loksins næ að opna dyrnar fylgir helmingurinn að flugnasvarminum á eftir mér og ég þarf að brasa við það að reka þær allar út án þess að fá fleiri inn…

Þetta er svona um það bil tilgangur flugna… Tilgangurinn er ekki neinn. En, hver er þá svo sem tilgangur okkar? Ætli við séum bara litlar flugur fyrir Guði sem gegna engum tilgangi, fæðumst, étum, sofum, skemmtum okkur, *búum til fleiri flugur* og deyjum? Og ætli Guð sé bara fluga fyrir einhverju æðra? Heimsspeki OUT…


Mér leiðist ennþá, klukkan er orðin korter í eitt og ég er uppdópaður á kóki og kaffi…

Bless r sum…


Falin skilaboð, verðlaun í boði ^^


…punkar out…

Það er byrjað að rigna og snjóa… Það er friggin maí…