Ég er mjög forvitinn á því hversu góðir hugarar eru í íslensku. Hérna megiði (…megum við?) pósta blót (ft. blætur) sem þið þekkið en þið þurfið að fara eftir þessum reglum:
-1. Þið talið ekki um þennan kork.
0. Þið talið ekki um þennan kork.
1. Stranglega bannað að nota hugtökin sem birtast hér í raunveruleika.
2. Bannað að nefna nöfn á einstaklingum.
3. Stranglega bannað að ráðast á aðra.
4. Ef þið eigið hugtök þá þurfiði að svara mér, ekki öðrum því þá eruði að brjóta reglu nr.3.
5. Aðeins alíslensk orð leyfileg, enga slanguryrði.
6. Hugtök sem tengjast kyn eða kynþættir eru algjörlega bönnuð! Póstið aðeins hlutlaus hugtök.
7. Engar rifrildi eru leyfðar.
8. Korkurinn er bannaður innan 12 ára.
9. Tilgangur korksins er að kynnast undirheima íslenskunnar en ekki til að ráðast á aðra.
10. Korkurinn á að vera 50% skemmtun og 50% sorp.
11. Aðeins pósta eitt orð, t.d. “hálfviti” en ekki “huglaus vitlaus hálfviti”.
12. Aðeins eitt orð á mann á dag.
13. Þau sem vilja pósta hér verða að samþykkja og framfylgja allar reglur sem settar voru hér að ofan. Þau sem ekki fylgja reglunum verða kvörtuð til stjórnenda.
Fyrsta orðið: Hálfvitleysingi
Bætt við 16. maí 2007 - 21:24
Þessi korkur veitir ekki leyfi til að brjóta þær grunnreglur sem settar voru fram af stjórnendum Sorpsins.