Jæja, á maður ekki að reyna að svara einhverju af hreinskilni svona einu sinni? Það er að segja þessum flóknu spurningum :O
1. hvað ég heiti er auka atriði þar sem fæstir þekkja mig undir því nafni utan fjölskyldu og vinnu eða æskuvina, svo ég segist bara vera Regza Guttorms.
2. Eh, hvar bý ég það er erfið spurning, ég er víst með lögheimili í Rjúpnasölum í kóp, sumar helgar bý ég í litlu dauðu þorpi sem heitir Ólafsvík, aðrar þvælist ég um höfuðborgina og þá er mismunandi hvar ég á heima og en aðra er ég á Kársstöðum í Helgafellssveit en almennt um virka daga, (nema núna þar sem ég er í páskafríi) þá á ég heima í Hrossholti(milli vegamóta og Borgarnes, rétt við Laugagerðisskóla) en yfir daginn er ég svo á Söðulsholti (næstu bæir: Hrútsholt, Rauðkollstaðir og Dalsmynni í hina áttina, svo fljótlega Hrossholt!) En semsagt þá flækist ég mikið þá er í raun einfaldast að segja að ég eigi hvergi heima og fara í næstu spurningu ekki satt?
3. Hvað er málið með erfiðar spurningar :O Eh, núna er það, bíddu ætla að kíkja í spegill.. Eh, það er svatt í því en að mestu er það rauðbrúnt, en það er líka ljósrautt og skolit, smá ljóskutónar inn á milli, gæti jafnvel verið grátt inn á milli! En upprunalega var það ljóst með rauðum tón, mjög mislitt, dökkrautt í hnakkann upplitað á yfirborðinu en ljósrauður blær á því.. Segjum bara að það sé röndott og vindum okkur í næstu spurningu..
4. Loksinns auðveldari spurning, það er þessi þarna! *bendi á klósettdyrnar* Eh hann er lengra í þessa átt, nei nei, ekkert vera að skoða í skápana, það er ekkert þar *flaut* Næsta spurning?
5. Hvernig í fjandanum á ég að vita það? Eh, ég sit á stól ef það hjálpar eitthvað, það er glas hérna og tölva, prenntari og eitur, baneitrað hálf klárað, um páskaegg að ræða nei, nei við byrjuðum ekki á páskaegginu snemma *flaut* En já þarna er klósetthurðin svo ég er víst inni í húsi, herbergið mitt er hérna og út um gluggann sést olís svo ég er víst heima í Ólafsvík eftir allt saman, en segjum samt eins og er ég er hvergi annarstaðar en á www.hugi.is/sorp núna!
Það var lítið bara nokkrir stafir, en þú skilar þeim fljótlega ekki satt?