Ég var að horfa á Prinsessuna og Durtana (sem fylgdi með pylsupakka einhverntímann) og tók eftir svolitlu undarlegu. Alltaf þegar Kalli (strákurinn) var að syngja lagið:

Í hjarta allra barna
býr heil og lítil sól
við hrekjum burtu myrkur
og undirheimafól…

…þá söng hann eins og Jóhanna Guðrún eða einhver geldingur. Síðan þegar hann fór að tala, þá var hann allt í einu Felix :O WTFFTW? Hann lækkaði niður um 2 - 3 áttundir :O

Hver hefur prófað Pöddulíf leikinn? Ég er á síðasta borði í honum :D

Barnaefni FTW…