Úff, dagurinn minn gæti alveg hafa verið betri…
Í stærðfræðitíma fengum við til baka prófið okkar og ég fór að rífast við kennarann útaf hann er auli ^^
Og svo lenti ég líka í útistöðum við búðarafgreiðslukellingu! :O
Ég var sem sagt í búðinni og var að skoða bækurnar í bókarekkanum. Svo beigði ég mig niður á hnén til að skoða í neðstu hillunni, tók svo eina bók og fór að blaða í gegnum hana. Síðan kemur einhver búðarkelling og segir við mig í þvílíka fýlupúkatóninum, “Er þetta bók í eigu búðarinnar sem þú ert að lesa?” Ég svara náttúrulega já, segist bara vera að skoða hana aðeins. “Já, heyrðu það er sko ekkert vel séð að fólk sé að lesa bækurnar í búðinni! Það er mjög ó skemmtilegt fyrir fólkið sem kaupir bókina. Hættu að lesa!” Segir hún einsog hún eigi heiminn. Ég stend bara upp, þrykki bókinni í hylluna, sendi kellingunni eitrað augnaráð og strunsa svo í burtu.
Ég meina það, hvað ef ég hefði verið að pæla í að kaupa bókina? Greynilega algjör kúnnasegull, þessi kona…
We're just two lost souls wimming in a fish bowl.