Nei.
Ég fór keyrandi, svo löbbuðum við mamma að dyrunum og bönkuðum. Eftir um 13 sekúndur kom frænka mín til dyra og bauð okkur velkomin. Við förum inn og tókum af okkur yfirhafnir, fórum úr skónum og settumst niður. Þá var spjallað í smástund og svo var sagt “gjörið svo vel”. Við settumst við matarborðið og allir fengu sér á disk og skenktu sér í glas. Svo var bara borðað, og spjallað með. Eftir smá spjall þakkaði ég fyrir mig og fór að leika við litla frænda minn.
Um átta leitið fóru ég og mamma að kveðja liðið og halda heim á leið. Svo gekk ég inn um dyrnar fór úr skónum, reyndar ennþá í úlpunni. Eftir að ég kveikti á tölvunni fór ég beint inná Huga og sá að þar hafði ég fengið ein TVÖ skilaboð. Ég skoðaði þau, og sá að þar var eitt frá þér. Einkar fallegt komment sem að ég er mjög þakklátur fyrir, get sofnað í kvöld. Svo svaraði ég þér, og síðan vafraði ég aðeins um Huga og svona. Og sá að þú hefðir svarað mínu kommenti sem að ég hafði áður svarað þér. Og þá skrifaði ég svona nánast nákvæma lýsingu á því sem að fór fram í kvöld.
————————————————-
Svo nei, ég held að ég hafi ekki baktalað þig. ;)