Í gær, 21.Febrúar 2007 gerðist skelfilegur atburður. Phew, phew.

Ég var í skólanum í gúddí fíling í Rennismíði. Semsagt að í Rennibekk að renna stál.

Ég gleymdi að setja upp hlífðargleraugun og svo skindilega skýst þessi litla saklaus járnflís á hraða ljóssins 1 cm fyrir neðan hægra augað. Ég þakka Guði fyrir það að vera enþá með sjónina. Hefði járnflísin farið aðeins ofar hefði hún farið í gegnum augað enda sjóðandi heit og á þessum svaka hraða. Er núna með smá sár fyrir neðan augað með óskaddað auga.

Tekið úr nýjustu blogg færsluni minni á 'Laddis-bloggar'