Þannig er mál með vexti að ég og Padfoot vorum að tala saman áðan. Talði barst svo að Sorpinu og hvernig það var einu sinni. Eftir nokkra stund af pælingum komumst við að þeirri niðurstöðu að það er aðeins of mikið af fólki á our pressjos Sorp sem eru ekki Sorpara through and through. Því fengum við, en að mestu snillingurinn ég, hugmynd. Já, hugmynd. Kannski einhver ætti að hringja í Guinnes? Hvað ætli númerið hjá þeim sé… Pæling.
En allavegana, ég fór að hugsa, hversu margir ætli séu Sorparar, með stóru Essi? Alveg í gegn, sannir borgarar Sorp samfélagsins. Fólk sem er tilbúið að ganga í herinn að 18 ára aldri og berjast með berum lyklaborðunum fyrir rétti og gæðum sorpsins. Og þá laust því niður í huga mér: INNVÍGSLA!
Já, kæru vinir, það er komið að Innvígslunni. Þetta er mjög leynileg athöfn sem að mun aðeins fara framm einu sinnni. Ég þarf ekki að gangast í gengum hana þar sem ég upplifði svo mikinn horror við að undirbúa þetta.
Ennn. Þar sem að hver sem er gæti bara sagst hafa gert þetta og verið svo bara að ljúga og kannski verið útsendari frá Mafíunni, eða verra. Öndunum….!
Því hef ég ákveðið að skipta Innvígslunni niður í þrjá flokka.
Flokkur:
A - 100% Sorparar
Ef þú telur þig vera 100% Sorpara, þá kemur þú hingað inn að minsta kosti einu sinni á dag. Þú hefur skoðun á málunum og lætur til þín heyra. Þú notar þér kostningarrétt þinn og gengur ekki með skotvopn.
B - Hálfsorparar
Hálfsorparar eru ekki háðir Sorpinu. Þeir koma hingað kanski þriðja hvern dag, eða á hverjum degi, en þá skoða þeir bara og segja ekki mikið, og þá ekki mjög innihaldsríkt. Hálfsorparar eru fínt fólk.
C - Núbbakex
Núbbakexin fylgjast bara með. Sum Núbbakex eru góð, en önnur ekki. Þau vondu menga Sorpið. Við viljum ekki hafa þau. En góðu Núbbakexin eru velkomin.
Jæja, þá ættir þú, kæri lesandi, núna að vera viss um í hvaða hópi þú ert. Hér á eftir gara upplýsingar um hvað þú munt þurfa að gera til að vera Innvígður í þann hóp sem þú sóttir um í. Ef þú ert ekki tilbúin/n til þess, þá ráðlegg ég þér að reyna við flokkinn fyrir neðan.
Innvígsla fyrir Flokk A - 100% Sorpara.
Þú byrjar á því að raka af þér allt hárið. Það er hlutur í þróunarferli sálarinnar. Að því loknu gengur þú út, án neinna auðæfa, aukafata eða neitt, bara þú og Hinn Heilagi Sorp Andi. Þú gengur og gengur og gengur lengi lengi þangað til þú ert kominn með svitabletti undir hendurnar á bolnum þínum. Þá húkkaru þér far á pramma og færð vinnu sem svona kall einsog í Andrésblöðunum sem flysjar kartöflur, fattiði? Já. Þú vinnur baki brottnu við að flysja kartölfur og snyrta táneglur skipstjórans þangað til þið takið land í Súdan. Þar hoppar þú af og hleypur þar til þú kemur að bónda. Þú biður um vinnu hjá bóndanum. Þegar þú ert komin heim á bóndagarðinn ferðu til svínanna og segist vilja sofa í svínastíunni. Það er svo þú skiljir hvenrig Núbbakexunum líði. Næstu tvær vikur verða huldar móðu. Ég get ekki gefið meira uppi að svo stöddu, en þær fela í sér að skríða undir dúk með hrútspungum, læra kínversku í þýska hernum og syngja You're beutiful með James Blunt allan daginn. Eftir þessa þrekraun syndir þú nakinn skriðsund til Íslands þar sem útsendari frá efstu stöðum Sorpsins mun ljúka Innvígslunni. Henni lýkur svo endanlega með að útsendarinn segir “ *Insert name* You may rise.” Og þá ert þú formlega orðin 100% Sorpari.
Flokkur B - Hálfsorparar
Þar sem að þú ætlar ekki að vera jafn mikið hérna og 100% Sorpararnir, en eitthvað þó, þá færð þú sér meðferð. Þú byrjar á því að segja upp vinnunni þinni, hætta í skólanum og láta gömlu konuna við hliðiná passa húsið. Því næst tekur þú litla þyrlu með feitum flugstjóra sem prumpar til fjarlægrar eyju. Galapagos, til dæmis. Þar hoppar þú úr þyrlunni með götóttri fallhlíf og lendir naumlega. Innvígsla þín felst aðallega í að þrauka á eyjunni í mánuð. Þar má finna ljón, stórar blóðsugu iglur, geisladiska og eitt útvarp bara með James Blunt lögum og ein klósettpappírsrúlla. Eftir einn mánuð mun útsendari frá hæstu stöðum Sorpsins koma og sækja þig og klára Innvígslu þína.
Flokkur C - Núbbakex
Uuu… Þið góðu Núbbakex, drekkiði bara eitt glas af mjólk, borðið svo einn tómat, étið tvær kókosbollur og einn líter af kók og farið svo niður í Árbæjarlaug og syngið lög úr Hatti og Fatti.
Jæja, jæja, jæja. Ætli SH-ið fari ekki að líða af mér bráðum?
Ég hvet ykkur öll til að íhuga vandlega í hvaða Flokki þið eruð, og svo gangast undir Innvígsluna. Segið okkur svo endilega hvernig gekk.
Og já, Padfoot stendur með mér í einu og öllu. Hún segist vera A-Flokks Sorpari, en hún veit ekki hvað Innvígslan felur í sér. Ég sjálf varð sjálfkrafa A þegar ég útbjó þetta allt, vitiði hvernig svínin lyktuðu? Nei, það vitiði ekki. Ekki fyrr en þið gangist undir það, a.m.k.
Með vinsemd og virðingu,
Parvati
We're just two lost souls wimming in a fish bowl.