Mætingin var bara allt of léleg, svo það var ákveðið að hætta áður en mætingin yrði 0.
Og nei, þessir gömlu sorparar mættu ekki, nema í endann.
Ojæja, ég ætla núna að vera hreinskilinn, ekki hata mig. Sorpið er ekki lengur þetta samfélag sem það var, núna eru of margir og of mismunandi. Undirstaða samkundanna var samfélagið sem skapaðist hérna, sem samanstóð af fáum. Fámennt og góðmennt. Núna eru of margir, margir sem þekkjast ekki neitt, og nenna ekki að mæta á samkundur því það koma of margir sem maður hefur aldrei talað við, þá minnka þessir gömlu góðu komur sínar og allt verður fámennara. Sorpsamfélagið er að mínu mati dáið, og hefur verið það síðan löngu áður en samkundurnar hættu.
En, ef áhuginn er mikill, gæti kannski orðið önnur samkunda einhvern tímann, tíminn leiðir það í ljós.