Saga sem að vinkona mín gerði um mig… Sum orðin eru á Eyglóarmáli
Einu sinni var Eygló býflugnadrottningur að fljúga fallega um loftin blá þegar hún hrasaði allt í einu niður á jörðina og úber Tin Tin kom hlaupandi til hennar.
“Eygló býflugnadrottningur er allt í lagi?” spurði Tin Tin hrædd um að Eygló býflugnadrottningur hefði slasast alvarlega.
“Ég tala ekki við mig, þú ert þegninn minn!” sagði Eygló hneyksluð og flaug í burtu. Á flugi sínu hitti Eygló brúna býflugu sem að ég ætla ekki að nefna á nafn vegna þess að þá dræpi hún mig og þau giftust og lifðu hamingjusöm upp frá því…
… en eins og allir vita þegar ‘lifði hamingjusöm upp frá því’ kemur inn í sögu þá er það ekki endirinn heldur upphafið á nýrri sögu með slæmum endi…
Einn daginn birtist Jaggadýrið í drottningur höllinni hennar Eyglóar og sparkaði í rassinn á brúnu býflugunni vegna þess að brúna býflugan hafði sest á jassapúðann hennar og brúna býflugan dó…
… og Eygló lifði sem hamingjusamur einlingur það sem eftir er…
Orðskýringar:
Drottningur: kóngur
Úber: súper
Tin Tin: má ekk segja skyldi Tinna lesa þetta… það á að koma henni á óvart!
Jaggadýr: letidýr
Jassapúði: (var bara að fatta upp á þessu) jass þýðir rass og jassapúði er bara þægilegt sæti…
Einlingur: fólk sem er ekki á föstu… svona nokkurnveginn piparsveinn/piparjónka en samt ekki…