Hahahaha.
Hún ýkir allt alveg stórkostlega.
Ég var einu sinni inní saumastofu og einhver hafði sett títuprjón inná fóðrið þannig að oddurinn stóð svona lengst uppúr en var samt ósýnilegur svo að þegar ég settist þá fékk ég hann beint inní höndina! :@
Anyway, þegar ég fer til hennar og hún er eitthvað að gá hvort prjóninn hafi brotnað inní höndinni á mér þá segir hún mér að segja frá hvernig þetta gerðist.. ég geri það osfr.
EN!
Svo fer hún að tala um að þetta og að ef krakkarnir léku við nálar sem þeir fyndu úti þá fengju þeir auðvitað HIV!
Bara fór alltíeinu að tala um það!
Og þegar vinkona mín datt, í 2.bekk eða eitthvað, þá sagði hún henni að það myndi örugglega blæða inn á vöðvann.
Vinkona mín fylltist náttúrulega skelfingu, því hún vissi ekki að blæðing inná vöðvann = marblettur.
Katrín hefur lag á því að gera allt stórfenglega ýkt og ofurskelfilegt.
:D Annars fínasta manneskja.