Jæja, ég er að fara í landafræði próf á morgun, fimmta prófið mitt :)

…landafræði er jafnframt fagið sem ég er allra lökust í, veit einhver hér hvað hugtökin “Brottfluttir” og “Aðfluttir” þýða í stuttri skilgreiningu?

Er annars einhver hér í níunda bekk búinn með landafr. prófið sitt? Ef svo er…var það erfitt? :/
Ég er nefnilega með hundleiðinlegan kennara sem hefur ekki kennt okkur neitt þessa önn.


Anyways, ég ætla að koma með nokkrar sp. fyrir ykkur ;)

1. Ef þú fengir að fara í þykjustu-klippingu og gera bara hvað sem er við hárið, hvað myndirðu gera?
Ég er að fara í klippingu á morgun og er í raun að gera nákvæmlega þetta, nema for real :')
Ég er með sítt rautt hár sem ég er orðin þreytt á svo ég ætla að klippa það stutt (samt ekki stutt stutt) og setja fullt af svörtum strípum og svo stóra eldrauða strípu í toppinn…. Það eru misgóðar tilgátur um hvernig það á eftir að koma út :D

2. Hvar í heiminum værirðu til í að vera núna?
Í Kings, Englandi, var þar í sumar og veðrið var svooo gott. Hitti akkúrat á hitabylgjuna (heitasti tíminn í Englandi í 100 ár) og það var geðveikt ^^

3. Hvað langar þér mest í jólagjöf?
Ég hef voða lítið pælt í jólagjöfum þetta árið, er einhvernveginn ekki enn komin í jóla-fílinginn. En ef ég ætti að svara þá langar mig í myndavél, finnst það samt ansi dýr gjöf…kaupi mér örugglega eina slíka sjálf einhvern tíma.

4. Hvaða kvikmynd sástu síðast og hvernig fannst þér hún?
Ég sá myndina Once Upon a Time In Mexico í gær, í þriðja skiptið btw. Snilldar mynd :D Johnny fer á kostum (tilvitnun frá Sheldon Jeffrey Sands og Belini í undirskriftinni minni).

Ef þú gætir fengið þér í þykjó tattoo, hvar myndi það vera og hvernig tattoo yrði það?
Ég myndi fá mér lítið tattú af flottum norrænum galdrastaf á vinstri hendi, á milli þumalfingurs og vísifingurs. Bróðir minn er með eitt þannig =D

Annars bara gangi ykkur vel til allra sem eru að fara í próf á morgun!