Það var umræða í skólanum í dag um kindur og þá byrjaði einn strákur að tala um hvað kindur væru heimskar. Ég ásamt nokkrum öðrum mótmæltum því af því mér finnst það ekki satt. Allavega eru ekki allar kindur heimskar. Eina dæmið sem strákurinn kom með var að þær hlaupa alltaf fyrir bíla. Það er ekki satt ! Það er bara heimska í bændum fyrir að láta þær ekki vera inni í almennilegum girðingum. Það er líka heimska í bílstjórum fyrir að passa sig ekki. En ég er ekki að segja að það sé heldur ekki heimska í rollunum fyrir að gera þetta, en þær halda kanski að ökumaðurinn sé að fara á þær.
Svo töldu þeir að það væri heimska í rollum ef þær koma ekki heim til sín þegar verið er að smala þeim. Það er ekki dæmi um heimsku ! Þær vilja vera lengur úti, vilja vera frjálsar, þær vilja ekki fara heim ef þeim líður kanski illa á bænum sem þær búa á. Svo eru til rollur sem eru heimskar, en þá eru þær bara illa uppaldnar. Þá vita þær ekki muninn á réttu og röngu.
Kindur halda hópinn, þær ganga í röð eftir mjóum stígum í fjallinu, þær finna á sér ef það er verið að fara að slátra þeim, þær jafnvel skilja mannamál ! Það sem ég er að reyna að segja er að kindur eru gáfaðari en við á mörgum sviðum. Ég varð bara að skrifa grein um þetta því ég er orðin svo pirruð á þessu fólki, það veit ekkert um hvað það er að tala. Ég á og hef átt kindur allt mitt líf, ég ætti að þekkja þetta.
Ykkar skoðanir? Og ef þið viljið vera með einhver leiðindi, sleppiði því bara.
Bætt við 12. desember 2006 - 17:29
Þetta er ekki eitthvað grín :) ég skrifaði þetta í flýti