Það er líka svo stutt til jóla. Ég hef ekki fundið fyrir svona mikilli hamingju lengi og tilhlökkunar. Mig langar til að hoppa uppí loftið.. Fara á skautana mína og taka smá tólúp fyrir ykkur hugarar. Læra dansinn minn betur og fara á skautasvellið á Ingólfstorgi og skauta litla krakkaskratta niður XD Mér finnst lífið svo réttlátt(þó það geti verið oft MJÖG ranglátt).
Nú er ég farin að telja krónurnar mínar og hætt að bulla í ykkur.. Hvað er vakandi fólkið á þessum tíma að gera??
Ef þið svarið mér þá verð ég örugglega farin úr fallega jólakjólnum mínum sem ég get varla farið úr(HANN ER SVO FLOTTUR) og í náttfötin. Liggjandi uppí rúmi með góða bók(Da Vinci, er búin að reyna klára hana síðan í sumar en svo byrjaði skólinn :/ ), eða farin að sofa :D
Ég elska YKKUR
Súkkulaðihjartað <3