Ég hef ekki endalausan tíma og ég á mér líf þannig að ég nenni ekki að leita mér að heimildum í fullt af sérfræðingum og eitthvað sull. Allavega:
Metnaður. Hvernig geturu mögulega varið heimsmynd ef þú nennir svo ekki að kynna þér fyllilega allar hliðar málsins? Hvað er að þér?
nr.1 Sá myndband um þetta þar sem heilt lið af sérfræðingum, minnir að þeir hafi verið 12, var búið að sanna allt sem ég skrifaði hér að neðan.
Hvaða myndband var þetta? Hverjir bjuggu það til? Hvernig sérfræðingar voru þetta?
nr.2 Flugvél sem flýgur svona nálægt pentagon verður skotin niður eftir viðvörunarmerki.
Lastu textann á linknum sem ég gaf þér? Greinilega ekki.
Pentagon er nú aðal herstöð BNA manna. Gatið er ekki nógu stórt það er búið að sanna það að gatið ætti að vera stærra,
Hver sannaði það? Hvenær? Hvernig?
boeing flugvélar eru huge, svipað stórar og júmbó flugvélar.
Öh….. nei.Þetta er bara kolrangt hjá þér. Boeing 757 þotan sem skall á Pentagon var 50 metra breið með vængjum og öllu, hún var 13,6 metra há og hún vó um 115 tonn.
http://www.boeing.com/commercial/757family/pf/pf_200tech.htmlBoeing 747 eða Júmbó flugvél er 76 metrar á breidd, 19,5 metrar á hæð og hún vegur um 440 tonn. Ég endurtek: FJÖGURHUNDRUÐ OG FJÖRTÍU TONN. Ok?
http://www.boeing.com/commercial/747family/747-8_facts.htmlAuðvitað held ég að flugvélin fljúgi ekki í gegn? En miðað við þyngd vélarinnar og allt það þá ætti gatið að vera stærra.
Samkvæmt hverjum? Hefuru séð eitthvað sem bendir til þess að þetta sé satt, útreikningar, grein eftir verkfræðing, grein eftir einhverskonar fræðing?
nr.3 Það er búið að svo marg sanna að loose change er fake.
Samt ríghelduru í margar helstu kenningar hennar. Hm, skemmtilegt.
nr.4 Sannanir? Nei því miður engar. Vísbendingar? Sú að flugvélin klessti ekki á Pentagon.
Hvað um brakið? Þú sást myndirnar. Þú trúir því ekki í alvöru að allir á vettvangi hafi verið mútaðir til að þegja? Það jaðrar ekki við geðveiki, það er hrein og klár sturlun og veruleikafirring. Ég er ekki að segja þetta til að skjóta á þig eða reyna að móðga þig, þetta er bara sturlun.
Eitthvað? Þetta sem ég nefndi hér áðan
Svo…..þú togaðir þessa kenningu útúr rassgatinu á þér?
Flugvélin gæti alveg eins ekki hafa farið á loft og flugstöðin logið þessu útaf einhverjum ástæðum.
Svo American Airlines er nú líka partur af samsærinu? Shit, ég þori veðja að ef ég tala við þig nógu lengi þá mun ég komast að því að Bandaríska þjóðin hafi öll verið viðriðin samsærinu 11. september.
Kannski var farið með fólkið á einhvern afskekktan stað með rútu eða eitthvað og það drepið þar. Það getur margt verið.
Já, en kannski, bara kannski, ákváðu Íslamskir öfgamenn, sem hata Bandaríkjamenn meira en allt, að ræna flugvél og klessa henni á mikilvægt hernaðarlegt skotmark. Afhverju er það svona ótrúlegt?
nr.5 Enda heitir þetta samsæri ekki satt?
Geðveiki. Þetta er geðveiki. Þú er ekki í sambandi við veruleikann.
nr.6 eins og ég sagði hérna áðan þá á ég mér líf og þetta var allt í þessu myndbandi.
Aftur: Afhverju er þetta myndband svona traust? Afhverju treystiru framleiðindum myndbandsins frekar en þúsundi sérfræðinga um allan heim? :O Eru sérfræðingarnir kannski líka á launaskrá hjá Bush?
nr.7 Eins og þú sjálfur segir þá eru þeir með radar og þeir eru líka með skotleyfi á alla fljúgandi hluti í yfir 200 mílna fjarlægð og þar af leiðandi þarf enginn að senda þeim skilaboð um að þeir megi skjóta á vélina. Ef hún stefnir í átt að Pentagon þá skjóta þér á hana. Helduru að þeir hætti lífi fólksins inní Pentagon?
Lastu textann sem ég sendi þér. Þú nenntir því kannski ekki? Þetta er ekki eins auðvelt og þú vilt setja þetta upp. Loftvarnir Bandaríkjanna eru ekki fullkomnar Ég veit ekki afhverju þú heldur það. Þær eru það ekki. Það gilda strangar reglur um það hvað eigi að gera þegar farþegaflugvél er rænt.
Lestu textann, í guðanna bænum.
http://911.gnu-designs.com/Chapter_1.2.htmlnr.8 Enn og aftur myndbandið og allt það
Enn og aftur, myndbandið er kúkur á priki.
nr.9 99,9%? Veistu hvað þú ert að tala um. Háhýsi af þessari stærð ætti ekki að falla svona hægt eða hratt man ekki hvort
Ertu viss? Hver sagði þér það? Hvaða sérfræðimenntun hefur þessi maður/kona?
(a). Það ætti reyndar alls ekkert að falla útaf einhverri flugvélaolíu í flugvélunum. Byggingin var hönnuð til þess að standast svona árásir.
Byggingarnar voru hannaðar til að standast árekstur við farþegaþotu, já, enda gerðu þær það. Byggingarnar stóðu af sér sjálfan áreksturinn. Það var eldur + skaði sem myndaðist við áreksturinn sem varð þess valdandi að turnarnir féllu.
Hérna er skemmtileg spurning: Ef háhýsym stafar engin hætta af eldsvoða, afhverju eru burðarsúlurnar umvafðar eldvarnarefni?
nr.10 Smá ruglingur
Get your shit straight.
nr.11 …..þaðsemégsagðiáðan….. Komd þú með heimildir um hvenær byggingarnar voru sprengdar.
Þær voru ekki sprengdar. Ég býst við því að þessi sögusögn megi rekja til ummæla eiganda WTC, þar sem hann sagði ”We’re gonna pull it”. ”Pull it” er slökkvuliðsmál og þýðir að kalla verði alla slökkvuliðsmenn tilbaka.
Svo er sönnunarbyrðin líka á þér. Ég hef 9/11 skýrsluna, það er þitt verk að afsanna hana.
nr.12 Því þeir voru alveg tilbúnir. Þeir voru með allt sprengiefnið sem þurfti, þeir voru með alla verkfræðingana í þetta og um leið og turnarnir voru niðri þá þutu þeir af stað til að sprengja niður bygginguna. Einnig er sagt að það var búið að planta sumu af sprengiefninu.
…..wha?
nr.13 Opnaðu hugann og ekki gleypa við öllu því sem ríkisstjórnin segir eða þeim sem kemur það vel að segja þetta. Gæti alveg verið rétt hjá þér, gæti alveg verið rétt hjá mér. I guess we'll never find that out.
Ertu að grínast í mér? Allt svarið þitt snýst meira en minna um það að þú “eigir þér líf” og nennir því ekki að leita þér af áreiðanlegum heimildum eða svo mikið sem sannreyna eitthvað af þessum “sannleika” sem finnst í þessum vídeóum. Ekki láta eins og við séum á sama leveli.
Á ég að opna hugann? geriru þér grein fyrir því hvað þetta er mikil rökvilla hjá þér? Ég gæti alveg eins bent þér á það að treysta ekki öllu sem að þú heyrir í FOKKING INTERNETVÍDEÓUM. Ég vill að þú setist niður og hugsir vel og lengi um þetta hérna. Afhverju eru engir sérfræðingar sammála þér? Afhverju er stóóóóóóóóór hluti vísindasamfélagsins um allan heim ósammála þér? Afhverju eru þessir 9/11 kvikmyndagerðamenn trúverðugari en þeir?
Hvað í andskotanum fær þig til að halda að ég finni til einhverja tengsla með Bandaríksu ríkisstjórninni? Hvernig nákvæmlega stjórnar hún mínu lífi?
En ertu að segja að afþví að ég gleypi ekki við illa ígrundaðri heimildarlausri kenningu þinni, hlýt ég að vera heilalaus “þræll” Bushstjórnarinnar? Ertu að átta þig á rökvillunum sem að vella uppúr þér?
http://www.csicop.org/si/9012/critical-thinking.htmlÞetta kemur unræðuefninu sjálfu ekkert við,en þig vantar þetta…..sárlega.