Já, Mr. EgoMan er kominn aftur.

Eftir 91 dag í fríi þá er hann kominn aftur og þessvegna er Nesi13 farinn í frí enn einu sinni.

Spurning hvort ég fari ekki bara að byrja á flakka á milli þessara nafna.
Þar sem þetta eru uppáhaldshuganöfnin mín.

En vitið þið hvað?

Ég var að fá niðurstöður úr þýskunni minni í dag, og þess má til gamans geta að ég var að taka prófið í annað skiptið, í fyrra skiptið vantaði mig 1,5 stig til að ná, bömmer =/
En núna náði ég sko 22,5 stigum en ekki 16,5 eins og í fyrra skiptið þessvegna náði ég þýskunni, fyrir þessa önn!

Og til að toppa það þá var ég í munnlegu prófi í efnafræði vegna þess að ég hafði ekki náð efnafræðiprófinu nógu vel =/
Og ég náði núna efnafræðiprófinu í dag!

Þetta er alveg über góður dagur eins og ég kýs stundum að segja.

Eða allaveganna gott að vita að ég sé búinn að ná þessum fögum á þessari önn.

Og vitið þið hvernig ég fagnaði þessu?

Nú ég breytti nafninu aftur í EgoMan.

The best man on the world is back!

Kveðja

Nesi#13, a.k.a. EgoMan