tími til kominn á smá útdrátt:
Kveldúlfs Þáttur Kjörbúðar
Sagan fjallar um tvo vini sem heita Nonni og Einar. Hann Nonni er
voða prúður og heiðarlegur í útliti en hann Einar er ekki prúður og
heiðarlegur í útliti. Hann er í rifnum fötum með skakka húfu og illa til
fara. En það þýðir ekki að Nonni sé eitthvað betri en Einar. Nonni og
Einar stela oft úr búðum, sérstaklega úr kjörbúðinni í bænum. Alltaf
stoppuðu þeir þar eftir skóla til þess að stela. Svo dó maðurinn sem
átti kjörbúðina og ný kaupmannsfjölskylda tók við honum. Þau voru
strangari og meira athugul en maðurinn þannig að erfitt var að stela.
En svo náðu þau Nonna eitt sinn að stela, hann var búinn að lauma
ískexi í töskuna og þau stoppuðu hann á leiðinni út. Nonni neitaði allri
sök og fékk að fara út. Reiður og móðgaður borðaði hann kexið fyrir
utan. Er hann kom heim sagði hann mömmu sinni frá því hvað hafi
gerst fyrr um daginn. Hún trúði syni sínum og sagði vinum sínum sem
sögðu vinum sínum sem sögðu vinum sínum og svo vildi enginn
versla hjá kaupmannsfjölskyldunni. Þannig að þau þurftu að hætta og
einhver maður keypti búðina og þá byrjaði fólk að versla alltaf.
Einar Kárason
ég er í íslensku
baldvinthormods@gmail.com