Hæ, er ekki einhver tölvusnillingur á meðal vor?

Það lítur út fyrir að enginn sem ég þekki sem er góður í Photoshop finni hjá sér neina sérstaka þörf til að vera inná MSN…

Ég er að gera, eða réttara sagt REYNA að gera banner á síðuna mína, svona í tilefni að jólin fara að nálgast.
Getur einhver hjálpað mér?

Mig vantar aðallega að fá að vita er; þegar maður er búinn að velja lit á bannerinn, og svo á maður að geta gert eitthvað svona “Munstur”. Einhvenrvegin, maður getur valið, beint eða hring, eða stjörnu og svo dregur maður og þá breytist liturinn svona, dreifist út þannig það verður ekki alveg slétt. Veit einhver hvað ég er að meina?

Og svo, hvernig dreg ég myndir inná bannerinn? Þegar ég geri það, búin að klippa myndina út með Magnetium Tool og dreg yfir á bannerinn, þá verður myndin bara í fullri stærð yfir allt og ekki hægt að minnka. (ég var að lesa þetta yfir, þetta er afar óskiljanlegar lýsingar… : / )

Ef einhver skilur mig og getur hjálpað mér, þá vinsamlegast, gefðu þig framm. : )

Bætt við 24. nóvember 2006 - 19:16
Heyriði, ég fann manneskju sem getur hjálpað ér, hættuástand liðið hjá ;)