Úff, þetta er undarlegasta nótt sem ég hef upplifað… :S
Í gær fór ég að sofa klukkan um það bil 00:00 (sem er reyndar í dag). Ég fór í náttfötin mín (náttbol og náttbuxur), og hlustaði á Damien Rice og las Alkemistann í um hálftíma. Svo sofnaði ég.
Mig dreymdi hræðilega furðulegann draum um uppvakninga og heimsendi. Síðan dreymdi mig að ég væri í afmælisveislu hjá vini mínum að spila á þverflautu (hef aldrei náð hljómi út úr þverflautu áður) á meðan aðrir voru að klína snýtubréfum framan í hvorn annan og þrusa álfpappír í foreldra vinar míns… Þetta er nú bara eðlilegur asnalegur draumur :S
Síðan vaknaði ég. Og ég get man greinilega eftir því að ég var í náttbolnum og náttbuxunum! Síðan sofnaði ég aftur í um það bil 10 mínútur.
Síðan vaknaði ég, setti Damien Rice í geislaspilarann og lagðist aftur niður. Eftir um það bil 1 mínútu sast ég upp…
…og náttbolurinn minn var horfinn! Ég er búinn að spurja alla í fjölskyldunni sem búa ennþá hjá mér, leita allsstaðar, en… No sign of it at all :O Ég hef aldrei á ævinni gengið í svefni, hvað þá farið úr náttbol og falið hann einhversstaðar í svefni… Undarlegt :S
Hvað segist annars? Og hvað er verið að hlusta á?
Bætt við 19. nóvember 2006 - 15:50
Góðar fréttir everybody!
Ég fann hann! Ég hafði víst þrusaði honum eitthvert upp á bókahillu :S Þurfti að labba dálítið langt til að ná þangað :Þ