Veggurinn í kringum Ásgarð var aldrei kláraður, Loki veðjaði við jötuninn að hann gæti ekki byggt múrinn en ef hann gæti það fengi hann Freyju að launum (Freyja gaf samt aldrei samþykki sitt, típískur Loki). Þegar hann var næstum búinn og allt leit út fyrir að jötuninn ynni veðmálið varð Loki örvæntingarfullur, hann vissi þó að hestur jötunsins, Svaðilfari átti stórann hluta í verkinu og ákvað því að breyta sér í hryssu til að tæla hann burt og jötuninn gæti ekki klárað múrinn í tíma.
Svaðilfari barnaði hryssuna Loka og hann varð að vera í líki hryssu á meðan á meðgöngu stóð. Hann fæddi svo Sleipni, hinn áttfætta. Óðinn fékk hann.
Í sambandi við gulleplin þá var það sök Loka in the first place að þau “týndust.”
Það gerðist þannig að Loki og Hænir voru saman á ferðalagi og reyndu að steikja sér kjöt en það gekk eitthvað illa að steikja það. Fyrir ofan þá sat stór örn á grein, en hann var reyndar jötuninn Þjassi í dulargervi) og hann bauðst til að hjálpa þeim að steikja kjötið gegn því að fá hluta af því.
Þegar kjötið var steikt flaug fuglinn hinsvegar á brott með allt kjötið. Loki varð mjög reiður og sló til fuglins með staur, staurinn festist við fætur fuglsins og Loki var þannig dreginn langa leið með fuglinum.
Þjassi neitaði að láta hann lausann nema hann lofaði að gefa honum bæði Iðunni og gulleplin hennar. Þegar Loki kom aftur til Ásgarðs lokkaði hann Iðunni út í skóg með eplin og Þjassi kom þar fljúgandi í arnarlíki, greip Iðunni og flaug með hana með sér til Jötunheima. Umsvifalaust tóku goðin þá að eldast því ef þau fá ekki að bíta af eplum Iðunnar eldast þau líkt og dauðlegir menn. Þau komust að svikum Loka og sendu hann til að ná Iðunni aftur.