17-18 tíma held ég, 3 daga í röð, hefði haldið þessu áfram í 2 mánuði ef fólkið hefði ekki áhveðið að hætta að vekja mig, ég vaknaði 7 eða 8, fór í almenn sveitastörf, aðalega girðingavinnu og heyskap, fór svo á hádegi á tamningarbúgarð og vann til 1-2 leitið.. Fann aldrei fyrir þreytu fyrr en ég var sest upp í bílinn og lögð af stað heim.. Innan við 10 km og ég sofnaði næstum á leiðinni! Allt kauplaust..
En ég vaknaðiu svo sjálf oftast um 9-11 leitið ef ég var ekki vakin og fór að vinna, já ég er vinnufíkill þegar ég hef nóg að gera.. Reyndar hef ég breytt aðeins til, svona til tilbreytingar þá vinn ég núna bara vinnu þar sem mér er borgað tímalega og þá líka allt sem mér er skuldað, þ.e. núna vil ég fá borgað ;)
Annars þá er almennileg girðingartörn minnst 14 tímar, allt að því 18 tímar ef ég fæ einhverju að ráða.. En það var að gera mig brjálaða þegar systir mín vildi bara vinna í 3-5 tíma, það er ekki vinna, svo var trassað, stoppað á fimm mínútna fresti, reykja, hringja, éta, svara í símann og bara hvíla sig.. Unnið að viðvaningahætti, keyrt eins og kelling, við hefðum getað afkastað allt að því helmingi meira, hún gat ekki skilið að ef við vinnum þetta ekki almennilega þá trassa sauðfjárveikjavernir en meira að borga okkur.. Ég vann festar pásurnar, mér leiðast langir kaffitímar..´
Ég veit ég er rugluð, haldin vinnufíkn svona milli þess sem ég vil lyggja í leti, það á ekki að vera neitt millistig þar á milli! ;Þ
En hvar vinnurðu annars?