ég skil ekki hvernig það er hægt að hata tónlist, sérstaklega þar sem ég get ekki lifað (eða að minnsta kosti haldið geði í leiðinni) án hennar.
Mig langar að vita hvað svona fólk gerir þegar það er heima hjá sér, djöfull hlýtur þetta að vera niðurdrepandi fólk.
gaurinn fer heim úr skólanum, hlustar bara á fótatakið og vindinn, sest við tölvuna og hlustar á.. ekkert.. og segir ekki orð, og fer síðan bara að sofa.
Á hvað hlustar svona fólk í bílnum? bara slekkur það á útvarpinu ?
ég skil ekki :/
Og hvað er svona leiðinlegt við tónlist spyr ég nú bara!
Tónlist er það besta sem hefur komið fyrir mannkynið!