Það er ALLTOF seint að hafa skrautið uppi fram í febrúar finnst mér. Það er oftast flest farið á þrettándanum hjá mér, og allt gjörsamlega hreint af jólaskrauti um tíunda (nema það sem gleymist að taka niður…). Finnst samt ekkert að því að hafa útiljós og þannig allan janúar..
Fínt að byrja um miðjan nóvember að setja öll ljósin upp, seríur og útiseríur og slíkt, í byrjun des allt styttuskrautið úr kössunum, og rétt eftir tuttugasta fyrir tréð. Svo taka allt niður helgina eftir þrettándann nema ljósin, hafa þau út janúar, þau eru þægileg birta til að lífga upp á skammdegið.
En oh well, bara mín skoðun, og mín reynsla ^^