Núna ætla ég að þykjast vera ógeðslega gáfaður.
“Komdu blessaður”
Þessi kveðja er gömul, og þýðir á nútímamáli “hæ” eða “halló”. Að vera blessaður er ekkert endilega að vera blessaður af guði, eða kannski er það það, ég hef ekki hugmynd. Á samt alveg rétt á sér, maður vill ekkert að sá sem maður er að byrja að tala við sé útsendari djöfulsins, nema maður sé djöfladýrkandi. Ætli djöfladýrkendur segi þá “komdu illur” eða því um líkt í staðinn fyrir hæ?
Blessaður gæti líka merkt að ganga vel, því jú ef guð fylgist með manni og blessar mann þá ætti allt að ganga í haginn.
“Vertu blessaður”
Nútímamál: “bless” eða “bæ”. Þegar maður kveður, vill maður auðvitað ekki að sá sem maður var að tala við fari út og verði fyrir bíl, er það? Blessaður maður ætti örugglega að sleppa við að verða fyrir bíl…
Þetta eru bara gamlar málvenjur frá því að fólk var guðhrætt, og mér finnst ekkert að þessu, ég er ekki að gefa það í skyn að ég fari í kirkju á hverjum sunnudegi og lesi biblíuna í öllum frímínútum og fórni hreinum meyjum til guðs bara því ég segi “bless”, er það nokkuð?
Þetta sem ég var að skrifa er samt bara bull frá mér, hef ekki bullað lengi, gott að bulla pínu öðru hvoru. Ekki taka mark á mér. Þetta er líka skrifað undir dúndrandi tekknói, og maður hugsar ekki 100% þá.
Skrýtin orð, hmm…. Þau eru mörg, íslenska er skrýtið tungumál ^^ Þegar maður segir orð mörgum sinnum missa þau líka alla merkingu, það var svolítið pirrandi þegar ég var lítill, hætti næstum að skilja sum orð því ég endurtók þau svo oft. Ekki gott… Ætla samt að reyna að finna gott dæmi um skrýtið orð, hmm… Æi, of erfitt, ef ég hugsa eitthvað orð þá hugsa ég um leið “já, þetta er komið af þessu orði með hljóðvarpi, svo þau eru skyld, það getur ekki verið skrýtið”. Reyndar, þá finnst mér orðið skrýtið vera svolítið skrýtið, veit ekki um neitt orð sem er skylt því.
Núna ætla ég að skrifa orðið skrýtið, og þetta er í 7. sinn sem ég geri það í þessu svari. Skemmtilegt.
Vertu sæl og blessuð ^^