HAHAHA eitt það fyndnasta sem ég hef séð.
svo er hérna líka dæmi um það hvernig útlendingar geta misskilið íslensku, eða frekar hvernig íslendingar geta verið lélegir í ensku!!
Einu sinni var gamall bóndi sem var á rúntinum. Þegar hann var svosem hálfnaður á heimleiðinni þá sér hann að maður hefur farið útaf. Maðurinn rekur þumalinn uppí loftið og biður bóndann að hjálpa sér, á ensku þar sem þetta var útlendingur. Bóndinn hafði nú aldrei tekið vel eftir í enskutímum, og var þess vegna ekkert svo sleipur í enskunni! En þetta var hjartagóður bóndi svo hann ákvað strax að hjálpa kauða. stýgur hann þá útúr bílnum og reynir að tala við útlendinginn og koma honum í skilning um það hvernig hann ætli að hjálpa honum. Kom þetta einhvernveginn svona útúr honum: Okei, first æm góna Reip jú, and þðem æm góna ýt jú!!
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.