Þetta var dimmur vetrarmorgunn. Ljótur Lolfeis sat við gluggann, og lét sig dreyma. Allt í einu sá þessi ófrýnilegi drengur að eitthvað hvítt lá á grasinu fyrir neðan gluggann. Hann lét hugann reika, og velti fyrir sér hvað þetta væri nú eiginlega…
Hann henti sér úr glugganum, beint inn í forstofu, tók sér úlpu sína og skó, og hljóp út í átt að þessum dularfulla hlut.
Hann stóð við hlutinn, tók hann varfærnislega upp. Þetta var gamall og lúinn digital Ísland myndlykill. Þar sem hann Ljótur litli hafði engin not fyrir þetta skaðræðistól, fór hann á Svarta markaðinn Svartastræti 6, og skipti þessu upp í annan og meiri hlut, uppþvottabursta!
Hann hélt glaður heim á leið með bleikgráa uppþvottaburstann sinn, en komst þó ekki lengra en örfáa metra, þegar uppþvottaburstinn öðlaðist líf og myrti vesalings Ljót með því að skríða ofan í háls hans og gefa frá sér baneitraðar uppþvottalagargufur.
Ljótur Lolfeis dó samstundis og enginn saknaði hans. Uppþvottaburstann fann hinsvegar kona úr efri stéttum samfélagsins, og lifði hann hamingjusamlega það sem eftir var í ástarlotum með 5 stjarna uppþvottalegi.
Endir.
Bætt við 23. október 2006 - 17:20
Haha, ég er misheppnaður, ég veit XD Breytti óvart orðinu, var nefnilega búinn að gleyma því þegar ég ætlaði að nota það… Oh well, segi það þá núna:
Klósettbursti!