Ég er ekkert sérstaklega mikil íþtórramanneskja, en er samt alltaf í einhverjum íþróttum, maður verður nú að halda sér í formi ;)
Ég byrjaði á að æfa dans þegar ég var lítil og svo fótbolta. Ég hætti fljótt í fótbolta, þar sem ég var eina stelpan í hópnum og var, thaj, við skulum segja, ekkert svo góð
Ég hef æft skíði, sem var mjög skemmtilegt. Ég æfði það í þrjú ár,en svo flutti ég frá besta skíðabæ á landinu og hætti þá.
Síðan æfði ég fimleika í fimm ár, en varð að hætta vegna meiðsla í hné :C
Síðan byrjaði ég að æfa sund með aðal liðinu, Óðni. Svo flutti ég og er núna byrjuð að æfa sund aftur. Held að það sé málið fyrir mig.
Mér finnst gaman að horfa á íþróttir, Handboltinn er langskemmtilegastur að horfa á og er é gmikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins í handbolta. Ég horfi líka á stóra leiki í fótboltaog þegar Chealse, Barcelona eða A.C. Milan eru að spila.
Auk þess er formúlanfín og gaman er að horfa á sund, skíði, fimleika, dýfingar og frjálsar : )