Vitiði hvað ég var að enda við að horfa á á Sirkus?
Nei, auuðvitað ekki. Enda eruði ekki ég.. ;)
En.. allvegana, ég var að horfa á hálf myndband eða svo við lagið London Bridge með Fergie..
Þar er hún sprangandi um á nærfötunum ogdansararnir eru í bolum sem eru svo flegnir að það sést allur brjósahaldarinn..
Á endanum er Fergie komin uppá borð í eingöngu skyrtu og nærbuxum..
Þá fór ég að spá, er konan einhvern tíma í alklæðnaði.. ? Hef ekki séð margar myndir af henni utan myndbanda eða frá einhverri afhendingu eða tónleikum en hún virðist alltaf vera voðalega fáklædd þar.
Er þetta þróun? Ég hlustaði einhvern tímann mikið á BlackEyedPeas og í myndböndunum (allavegana flestum, þori ekki að segja öllum) er hún í svona “magabol” .
Er ég kannski bara eitthvað rugluð?
Ætti ég ekkert að vera að spá í þetta eða? Þetta er eitthvað sem maður sér á hverjum degi, fáklæddar konur í mynböndum..
Hvað finnst ykkur?
En hey.. bekkkurinn fór á skauta í dag.. Vegna þess að það er forvarnardagur. Við horfðum á myndband þar sem Ólafur Ragnar Grímsson var að tala. Hann er skemmtilegur.. ;) Svona næs manneskja að ég held… Annars hef ég aldrei hitt manninn.