Í gær og í dag eru ómögulegir dagar!
Ég veit um eitt mjög gleðilegt atriði í gær sem bætir aðeins en já… That's about it.

Í gær t.d. var HJÓLAÐ á mig! Þú ert ekkert bara á fullu spani þegar hópur af fólki er nálægt og hreyfist, þú skilur.
Ég sat bara í hægindum mínum ásamt skólafélaga mínum að bíða eftir strætó. Sátum fyrir aftan strætóskýli eitt og hellingur af fólki þarna í kring. Allt í einu er strætóinn okkar bara kominn þarna beint fyrir framan nefið á okkur svo við stökkvum af stað. Hún komst klakklaust í röðina en þegar ég stend upp og labba að strætónum kemur eitthvað fífl á miklum hraða og KLESSIR Á MIG! Maður HÆGIR Á SÉR þegar maður fer fram hjá stórum hópi af fólki!
Svo ég dett þarna snilldarlega úr skónum OG SOKKNUM [var í sokkum yfir sokkabuxurnar], meiði mig, kræki töskunni í stýrði hans og hálfdett.
Jú jú, mjög fyndið en samt hallærislegt og ömurlegt. ÉG HATA HJÓL!

Núna er ég pirruð, leið, ein, vondu skapi, hellingur að læra, próf á föstudag, próf í sögu sem lokar á morgun [semsagt, ég get tekið þetta próf á netinu þangað til 5 mínútur í miðnætti á morugn], allt ómögulegt.

Mig langar til Húsavíkur.
Og mig vantar knús.

Anyone?
No?
Please?
I'll pay you!
-Tinna