Ég var að horfa á fréttaskýringaþáttinn “60 minutes” um daginn og þar var meðal annars fjallað um homma og hvernig fólk yrði hommar.
Þetta var allt saman mjög áhugavert en það sem mig langaði að segja ykkur frá var það sem mér fannst merkilegast.
Það var í sambandi við líkur, semsé einkabarn byrjar með 2% líkur(að mig minnir) á að verða hommi og síðan verða líkurnar meiri eftir því sem barn á fleiri eldri bræður.
En það merkilega við þetta að eldri bræðra reglan gildir aðeins ef þú ert rétthentur.
Þetta gildir ekki með stelpur, var sagt, þannig það eru ekki meiri líkur á að stelpur verði lesbíur eftir því sem þær eiga fleiri eldri systur og ef þær séu rétthentar.
Mjög spes þetta.
En þá er það pæling strákar, hvað eigið þið marga eldri bræður og eruð þið rétthentir?
Ég á enga eldri bræður en ég er rétthentur, en litli bróður minn á einn eldri bróðir(semsé mig) og hann er rétthentur, þannig það eru meiri líkur á að hann verði hommi heldur en ég.
En afhverju haldið þið að fólk verði hommar?
Sjálfur held ég að þetta sé allt saman samblanda af hormónum, genum, uppeldi og svo framvegis.