Well hunangsbangsar.

Ætla að koma með smá dæmisögu um það hvernig kók getur haft skapleg áhrif á geðheilsu fólks;

Sko stóra systir mín er soldið sterk, sem er furða því hún fer aldrei í ræktina; letingi. En jæja þegar hún er búin að fá sér kók þá skrúfar hún tappann alltaf eins fast og hún getur á flöskuna svo að við hin á heimilinu stelum ekki kókinu hennar.

Jæja mamma er líka sjúk í kók og um daginn þá langaði hana svo mikið í kók en gat bara ekki skrúfað tappann af. Því mamma er ekki mikið sterk. Hún ákveður því að skera bara gat á flöskuna og þá getur hún hellt kókinu úr gatinu oní glas. Mjög sniðugt.

Svo kem ég heim. Og langar alltíeinu svooo í kók. Og reyni að opna flöskuna en get það ekki því ég er ekki sterk. Og ég sé ekki gatið sem mamma var búin að gera og verð voða pirruð yfir því að fá ekki kók! Og þegar ég verð pirruð þá er voðinn vís. Ég ákveð að hrista flöskuna svo að kókið verði goslaust og vont þegar systir mín ætlar að fá sér. Omg ég er svo villt.

En hvað gerist, þegar ég hristi flöskuna hellist auðvitað allt kókið út um gatið sem mamma var búin að gera út um allt eldhús. Og allt varð klístrað.

Lucky me=(