Jæja sorpara, hvað í andsk er í gangi hjá ykkur þessa daganna. Nú er víst mikið í tísku að setja inn kork og væla um hvað sorpið sé orðið lélegt og skrifa svo; já og því ætla ég að hætta; Bless. Og svo eiga allir að kommenta og segja; neei NEI ekki hætta, ekki hætta, við elskum þig. Eða eitthvað rugl.
Þið kvartið yfir að sorpið sé orðið verra og að þið saknið “blómatíðarinnar” þegar sorpið var æði og þið voruð á sorpinu allan daginn og nóttina líka. Ó guð. Þið eruð ekki að gera sorpið skárra með þessum korkum.
Hafið þið ekki hugleitt að málið sé kannski að þið séuð að eldast og þroskast? Og nú eru margir sorparar 90 módel og það vill svo til að 90 módelin eru að hefja göngu sína í menntaskóla með tilheyrandi lærdómi og öllu því. Og þar af leiðandi hefur fólk ekki jafn mikinn tíma til að finna upp á eitthverju sniðugu.
Eh, ég ætlaði nú ekki að fara að tuða eitthvað hérna, en hey of seint að hugsa um það.
Ef ég væri fyndin að eðlisfari myndi ég skella eitthverju fyndnu hérna í lokin. En sorry.
Bætt við 11. september 2006 - 14:06
Af hverju í andskotanum skrifaði ég Skamm skamm og Skóli í titlinum? Getið þið svarað því? Nei, hélt ekki. Sé ykkur á samkundunni ef hún verður og ef ég finn þennan dularfulla american style stað.