OMG, ég er byrjuð í menntaskóla. Og nú er busavika. Og ég er skíthrædd við busun. Og sjitt ég veit að þetta er bara gaman en ég er samt skíthrædd við þetta. Kannski útaf sögunum sem ég hef heyrt frá busunum.

Það sem ég er mest hrædd við er busakaup. Það eru nefnilega upppboð á busum í mínum skóla. Og ég er skræfa og þori ekki að láta bjóða mig upp.
a) því að ég er hrædd við busun
b) ég er hrædd um að ein á eldra ári sem ég þekki muni kaupa mig. Hún birtist í martöðum mínum þegar ég var yngri því hún er svo hræðileg.
c) Kannski myndi einhver perri kaupa mig
d) ég er hrædd við busun

Og svo vorum við spurð í dag hvort við værum með ofnæmi fyrir einhverju. Sem þýðir að við verðum líklega látin éta eitthvað ógeð. Ég vil ekki borða ógeð:C

Og svo megum við bara labba eftir einhverju límbandi. Og ef við förum út fyrir límbandið þá er skvett vatni á okkur. Eldri nemendur skvettu á einn busann fyrir framan skrifstofuna og urðu að þrífa eftir sig því mestallt vatnið fór a gólfið því að skólastjórinn sá til þeirra. Þá var gaman hjá okkur busunum:D

En aðalbusunin er á fimmtudag og svo busaball. Jey.

Mér finnst busun vera svo silly. Ég er alltaf svo hrædd um að þetta fari úr böndunum og ég muni vera troðið oní plastpoka, oní skott og keyrt með mig í kringluna þar sem fólk lemur mig með gaddabelti. JÁ vinur minn lenti í þessu. Grey FG nemendur.

Anyways, vóó þetta er orðið langt hjá mér. En ég býst ekki við því að það sé byrjað að busa neinn, en ef svo er endilega tjáið ykkur um það:P