Já, kannski ég þurfi aðeins að bæta attitude-ið mitt hérna, ég veit það. Þetta á /leiklist áðan var kannski óhugsað hjá mér, ég skal reyna að hætta þessu. Er samt ekkert að þessu því adminstaðan hefur stigið mér til höfuðs, ég lít ekki á mig sem neitt æðri stjórnanda, ég er bara notandi eins og þið hin. Sumt fer í taugarnar á mér, þá kvarta ég. Þannig er ég bara. Ég dreg úr því hér á sorpinu, svo fólk haldi ekki að ég sé að drepast úr “ég er æðri” stælum, ég er ekki þannig.
Finn samt ekkert annað að mínu attitude-i, er bara stundum í slæmu skapi, og segi mínar skoðanir, ég má það. Ein af þessum skoðunum er sú að það á að fara eftir reglunum, ekki reyna að koma aftan að huga, það er kannski ekkert brot á reglum, það á bara að spila fair and square, eða hvernig sem þetta orðtak endar. Þessu fer ég eftir, sumir ekki…
Ef ég hef fullyrt eitthvað í þessu svari, ekki taka því alvarlega, er þreyttur, ekkert í svaka góðu skapi þessa dagana, tala stundum af mér.