Ég er anti-verslunarmannahelgiisti! Reyndar er ég líka anti-sautjándijúníisti og anti-félagsmiðstöðvaisti ef út í það er farið en það er ekki á dagskrá að svo stöddu!
Allavega þá er ég alltaf heima um Verslunarmannahelgina því að ég hef vanalega verið búin að gera heilan helling um sumarið og er bara að koma heim á föstudeginum…Nema í sumar! Er einhverjum öðrum hér sem hefur fundist þetta sumar vera það leiðinlegasta síðan mælingar hófust! Djöfull er mér búið að leiðast! LeiðastLeiðastLeiðast! Enginn heima og ég ein í rigningu! *Sjálfsvorkunn lýkur*
En í ár hef ég semsagt ekkert gert og því var tekin skyndiákvörðun um að skella sér í útilegu en alls ekki á útíhátíð/Þar sem það er eitthvað sem böggar mig sérlega mikið/ og því er ég á leiðinni eitthvert út í rassgat, nánar tiltekið Lakagígar! Svo kem ég heim á morgun og fer til Ítalíu! Aahh, niður með Verslunarmannahelgina, utanlandsferðir í ágúst ftw!
*Brosir þrjá hringi*