Ég var inní tölvuherbergi, nýbúin að setja kryddbrauð inní ofninn og var bara að horfa á K!TV og skoða huga.
Allt í einu kom skítugur svartur hundur hlaupandi inntil mín og mér brá ekkert smá! :O
Svo fór ég til hans og hrakti hann út um bakdyrnar sem höfðu verið opnar. Fyrir utan voru einhverjir krakkar sem sögðu að hundurinn hefði verið að hræða Simba (köttinn minn) og að Simbi væri kominn uppí tré…
Ég fór auðvitað út og sá Simba í háu en mjög veikbyggðu tré, með grönnum greinum og ég skildi eiginlega ekki hvernig hann komst upp :/
Krakkarnir fara í að fara með hundinn burt á meðan ég reyni að ná Simba niður úr trénu, hann var þar með klær úti og fjórfalt skott (hann var svo hræddur). Ég náði honum svo loksins úr trénu og hann stökk burt, krakkarnir fóru þá að elta hann útum allt…
Þetta var soldið fyndið, það var ekki eðlilegt hvað mér brá að sjá þennan hund inni hjá mér =D
En samt, ég er hissa á að hundurinn sé bara laus úti…ég hafði séð hann lausan áður og ég er að vona að eigendurnir finni hann og hafi hann í bandi…
Svo er ég svoo pirruð á svona litlum krökkum sem finna ketti úti og bara halda á þeim vitlaust og toga í skottin þar til þeir ná loksins að flýja…kettirnir hundpirraðir og vælandi, ég hef oft séð köttinn minn í þessarri aðstöðu og ég reyni þá að koma vitinu fyrir krökkunum :S
DM