en allavegana samkundan og mín skrif af henni
Þetta mun hafa verið mín fyrsta samkunda og sú besta til þessa ;D
allavegana ég kom í kringluna klukkan hálf þrjú og byrja á að tjekka á bónus hvort að einhver sé kominn og ég sé engann … þannig að ég tek kringlurölt…
og kaupi penna :D …. sem að var alveg geysi vinsæll
síðan fer ég aftur að bónus og sé einhverjar stelpur fyrir framan og er nú ekki alveg viss hvort að þetta voru sannir sorparar eða bara random gelgjur þannig að ég tek stuttan hring í viðbót…
þegar að ég kem aftur sé ég mann vera að skyma í kringum sig á umræddum stað og ákveð að bregða á spjall við þennan ágæta mann. Þá kemur í ljós að þessi maður er enginn annar en Leifur. Það fyrsta sem að ég segi við mannin er : “You look like a man.”
seinna meir kemst ég að þessar random gelgjur sem að ég sá þarna voru engar aðrar en Tinna Kristín, Birta og önnur sem að ég man ekki hver var :D …. Fyrir aftan þær sitja patti og ragnar í þungum þönkum :D
Kominn tími á að taka afrit :D
Eftir að fólk byrjar að safnast saman þá er tekinn frægur röltur þar sem að …. er að leita að nafninu …. Fríða sigraðist á fóbíunni sinni fyrir rúllustigum með hjálp frá völdum aðilum
Fríða
Þið neydduð mig í hann o___O
ýttuð mér og alles.. minnir mig, var svo hrædd að ég man ekki mikið eftir hvernig ég komst í rúllustigann o.O
þaðan var haldið út og staðið og flippað fyrir utan leikhúsið í þónokkurn tíma þar sem að eftirfarandi hlutir gerðust :
patti var neyddur í kerru og var nánast búinn að skíta á sig af hræðslu
Alíta skrifaði “Alíta er elite” á kinnina á sindra
ég skrifaði “p351 3r 1337” á hina kinnina á sindra
og síðan var náttúrulega símtalið fræga sem að sindri er ekki enn búinn að jafna sig á
Sindri: halló
pesi: Já sindri
Sindri: það er ég
pesi: Góðan daginn Pétur heiti ég og er að hringja frá EJS grensásvegi
Sindri: Já
pesi: þú varst dreginn út úr þjóðskránni og hefur unnið Dell dimension 6100 fartölvu
Sindri: ….
pesi: það eina sem að þú þarft að gera er að svara einni laufléttri spurningu
Sindri: Er þetta ekki djók.
pesi: nei þetta er ekki djók
Sindri: bíddu hver sagðistu vera
pesi: Pétur Gunnarsson heiti ég og er að hringja frá EJS
Sindri: núú
pesi: ertu tilbúinn í spurninguna ?
Sindri: já
pesi: spurningin er: hvaða framhaldsskóli stendur við halgrímskyrkju?
Sindri: hmmm
pesi: ertu með þetta
Sindri: bíddu
pesi: svona þú hlítur nú að hafa þetta
Sindri: nei því miður ég hef ekki svarið
pesi: nú jæja þá er það bara næsti hepni aðili sem verður valinn random
Sindri: já..
pesi: þakka þer fyrir
Sindri: bless
greyið maðurinn var alveg miðursín og þegar að ég sagði honum þetta þá var hann ekki alveg að ná því að þetta hafði verið ég :/
jæja ég ætla að sofa meira seinna :D
love you all :D