Ójá, mín ævi hefur verið litrík. Ekki nóg með það að ég hafi næstum náð að ganga af mér dauðri með beinbrotum, tognunum og fleiru í þeim dúr, heldur var ég allsvakalegur prakkari ásamt bróður mínum.
Við meintum yfirleitt vel með þessu, og Leifur átti að vísu flestar, ef ekki allar hugmyndirnar.
Einu sinni datt okkur t.d. í hug að mála eldhúsið.
Leifur: “Hey, eigum við að mála”
Ég: “Já, já. En hvar fáum við málningu?”
Leifur: “Gáum í ískákpinn”
Svo fundum við SanaSól [eða hvað sem þetta hét] og tókum skeiðar og slettum því á eldúsvegginn. Mamma og pabbi voru rosalega reið=0
Svo einu sinni þegar við tannburstuðum hjónarúm foreldra okkar:') Við vorum svo rosalega dugleg, en neeei. Mamma og pabbi voru öskureið.
Og eitt sinn fyrir jólin þegar við ætluðum að skúra gólfið í holinu. Við tókum fötu, fylltum hana af vatni, tókum tuskur, dýfðum þeim ofan í og þeyttum þessu um allt gólf!
En svo var allt á floti þegar mamma og pabbi komu heim, við ætluðum bra að hjálpa en þau héldu að við hefðum ætlað að vera óþekk. Ahh..=)
Svo fundum við gamla málningu. Við fórum að mála rúllurnar á túninu vegna þess að það var svo ljótt að hafa þær allar hvítar!
Ég átti bleikt herbergi en bróðir minn fjólublátt! Og við fundum fjólubláa málningu. Og skvettum smá á veggina í herberginu mínu. Og það er þar enn á.. Nema bara hvað nú á litla systir mín herbergið.
Ég man að vísu ekki eftir meiru*-) En það er ábyggilega fleira.