Hmm, Bílarz, hvað er nú það? Því get ég svarað, það er svona stutt hreyfimynd um, tjah, bílana mína =} Forsaga málsins er sú að ég og Tinna (Brighton) tölum stundum um dálæti mitt á bílum, sérstaklega eftir að hún sá herbergið mitt í webcam (bílar á veggjunum, hillunum og svona), og það er satt, ég hef lúmskt gaman að þessum kvikindum =P Ég á ágætt safn af svona litlum leikfangabílum, og í gríni sagði ég við hana í einu samtalinu eitthvað á þessa leið: “næst þegar mér leiðist ætla ég að búa til stuttmynd eða myndasögu um bílana mína, hmm, góð hugmynd!”

Í dag lét ég verða af því! Bjó til litla, u.þ.b. 20 sekúndna hreyfimynd, þar sem ég tók myndir með webcaminu mínu af bílum á hreyfingu, eða tók mynd af bílnum, hreyfði hann smá, tók aðra mynd o.sv.frv. Sama tækni og er notuð við gerð tator þáttanna vinsælu ( www.folk.is/tator ), samt er ég ekkert að herma neitt, ónei.
Jæja, svo þegar ég var búinn að taka 96 myndir, þá þurfti ég að koma þeim saman í eina hreyfimynd, og það gerði ég með forriti sem heitir “gif animator eitthvað”, var að enda við að gera það áðan.
Myndin heitir “Bílarz! episode uno”, nafnið kom bara í hugamér, og ég varð að nota það, skemmtilegt nafn =P Ef mér leiðist meira gæti ég gert aftur, og þá betri í það skiptið…

Jæja, ef einhver er forvitinn, þá er linkur á þessa mynd sem ég gerði, fullbúna, hér, endilega skoðið, þetta er alveg ágætt, þó það vanti söguþráð, geri hann kannski næst =P

Nánari upplýsingar um myndina:
Cast: Grár BMW 528i, bláa limmósínan, leigubíllinn frá London, tveggja hæða strætóinn frá London, Ferrari GTO (1984), einhver hvítur Ford með palli, og 4 legókallar.
Set: Rúmið mitt ;o

Jæja, veit ekki hvað ég á að segja meira, skoðaðu bara =}

Hvernig finnst ykkur?