Ég fór á myndina Click í gær, vá dramað í endanum díses ég fór bara að grenja, en versti og asnalegasti partur myndarinnar var þegar að Sandler var að freta á yfirmanninn sinn viljandi meðan að yfirmaðurinn var á pásu,
Svo var það fyndnasti hluturinn við myndina, og parturinn sem ég fór að grenja úr hlátri var þegar að (Adam) Sandler var á fundi í vinnunni um kynferðislega áreittni, mjög alvarlegt mál og Sandler fór að breyta yfirmanninum með fjarstýringunni (universal control) og lét hann líta út fyrir að vera feitan og þá fór Sandler að hlæja því að það breyttist röddin hans og hann varð svo skrítinn eitthvað, og þeir voru á miðjum fundi um kynferðislega áreittni á vinnustaðum, akkurat rétti staðurinn til að vera að drepast úr hlátri,
en svo fór hann að skipta um tungumál á kallinum og yfirmaðurinn fór að tala spænsku í staðin fyrir ensku, og svo talaði Sandler líka spænsku þegar að hann ætlaði að hlægja eða eitthvað þá fóru þeir að tala bara spænsku, trúðu mér þessi mynd er ekkert það slæm, bara parturinn þegar að hann deyr, þegar að pabbi hans deyr og þegar að hann missir konuna til einhvers annars
en lýsingin mín á spænskuhlutanum var svolítið leim meðað við hversu mikið ég hló, (og grét)
en þetta var svosem rosafín mynd
þrjá stjörnur***