Úff… Ég hef bara nánast ekkert komið inná í langan tíma, og sé ekki fram á að það slakni eitthvað niður á næstunni.. Svo ég er í rauninni að kveðja fram á haust ;( eða að mestu mun kannski komast eitthvað pínulítið inná en voðalega lítið og fyrir þá sem vilja frekari skýringu þá kemur sú saga hérna:

Ég var að koma úr stuttri hestaferð, þar sem mér var skellt á 4 ókunnug hross, (mér er illa við að fara á ókunnuga hesta) fyrst töltlausan hastan brokkara, svo hrekkjotta og karga(fer oft ekki þangað sem hún á að fara, prjónar og skvettir jafnvel ef maður reynir en ég hætti aldrei að reyna fyrr en hrossið gefur sig) lullmeri (þ.e. þýðari en hin en ekki skemmtilegur “gangur” lull er gangleysa) sem ég hafði samt fremur gaman af þegar ég fattaði að hún náði mér ekki af sér og svo aftur brokkara reyndar aðeins þýðari en þar sem ég var nuddbrunnin eftir allt helvítis brokkið þá fann ég það ekki mikið, þessi meri var líka körg, en á loka sprettinum þann daginn þá náði ég henni á tölt, ekki vegna þess að ég kinni að töltsetja hest heldur bara af sjálfsbjargar viðleitni, þetta nudd var orðið helvíti sárt.. En málið er að eigandinn og tamningamanneskjan sem var með þessa hestaferð sá þetta og þarna vann ég mér inn vinnu á litlum tamningabúgarði hér rétt hjá! mjög spes, en daginn eftir fékk ég samt loksinns alvöru hross, reyndar pínu kargt en samt þvílíkt flottan og skemmtilegan hest, í fyrsta sinn sem ég fer á hest sem mér finnst að mörguleiti til betri en minn gamli en þó ekki öllu.. Kergja er leiðinleg.. En þar sem ég á líka eftir að vinna sem atvinnu girðingafantur og svo er heyskapurinn framundan þá held ég að ég eigi varla eftir aðhafa tíma í að stelast á netið ;(

Svo við “sjáumst” aftur í haust þegar skólinn byrjar.. Þá verð ég á netinu allan daginn aftur ;Þ Mun sakna ykkar! ;(
-