Jæja. Ég hef verið að hugsa og pæla og hef lagt höfuð mitt í bleyti, [fór nú bara aðeins i sturtu] og hef komist að þeirri niðurstöðu að Sorpið er ekki að fara til fjandans!
EÐA HVAÐ?
Það eina sem ég sé að hér er að þeir sem voru hvað virkastir á ‘gullöld sorpsins’ eru farnir að kvarta yfir því að það sé allt svo tilgangslaust og leiðinlegt hérna en ég sé ekki að þau geri mikið í því. Ég er ekki að meina einn eða tvo, heldur bara marga. Ég er ekki að reyna að ásaka neinn, en hvernig væri að í staðinn fyrir að sitja og kvarta að gera eitthvað sjálf?
Ekki að þið séuð ekki dugleg, en ég hef lika tekið eftir þessu tilgangslausir-korkar-flóð þar sem korkurinn snýst um “haha lol mammaín heitir þórður lol lol lol”.
Hvað um að stjórnendur eyði því sem á ekki við og hinir notendurnir reyni að koma með eitthvað málefnalegt í staðinn? Bara pæling.
Þið vitið að ég elska ykkur öll ;D
Kannski er þetta bara ég sem finnst þetta en fjúff, had to get that out.

Önnur pæling.
Af hverju er BARA gott veður, sólbaðsveður, þegar ég er að vinna? Það er gott veður núna og mér er heitt og ég er að vinna… og svo er spáð geggjuðu veðri á sunnudaginn og þá … tadamm, vinna frá 9-17. Grrrrrrrrrrrreaaat.

Ein pæling í viðbót.
Eru sorparar með ofnæmi fyrir einhverju?
Ég er með frjókornaofnæmi [gras & birki] og það er ekki sniðugt þegar einhver kemur inn í bakarí og afgreiðslukonan er bara á bakvið að hnerra!

<3
-Tinna