Jæja nú er ég að skrifa minn næstum því fyrsta kork á sorpinu. Samt myndi ég telja mig sorpara, bara ekki góðan sorpara. Hver ákveður hvort maður sé orðin fullgildur sorpari? Ég svar oft korkum en ég skrifa ekki oft korka (þræðir?) og þori ekki að senda inn grein.

En nei ekki var tilgangur minn að væla um þetta í þessum mikilfenglega korki.

Ég er að vinna á leikjanámskeiði, og þar er einn kostulegur náungi sem er 8 ára. Hann talar miiiiikið! Var mætt í gæslu í morgun klukkan 8 og hann var einn mættur og talaði stanslaust í klukkutíma. Hann var mikið að velta fyrir sér hver skapaði allt saman og hvar Guð byggi. Og svo kom ein spurning sem ég ætla að biðja ykkur um að svara líka;

Hvað voru þið gömul þegar þið fæddust?

=)