Vá hvað þú ert skemmtilega hress!
Og hey, ef þú ert pirruð og ætlar ekki að nefna ástæðuna. Slepptu því þá að segja “af ástæðum sem ég ætla ekki að nefna.” Það þjónar engum tilgangi nema kannski vekja upp forvitni og pirra fólk eins og mig. Eða jafnvel að láta fólk hugsa “Vó, þetta eru einhverjar svakalegar ástæður, eitthvað svakalegt er á seyði hjá henni” sem er það sama og að reyna að redda sér vorkunn.
Þetta er eins og að heita á MSN “OOHH!!! ER SVO FKN PIRRUÐ!” og segja svo ekki af hverju ef einhver spyr.
Af hverju þá í ósköpunum að auglýsa það!
Svo í guðanna bænum, næst þegar þú sendir inn svona kork.
Þá skaltu orða hann:
“VEKGNA ÞESS AÐ ÉG HEF EKKERT AÐ GERA,mér fokking hundleiðist,og ég er líka pirruð.
Vildi bara koma þessu frá mér.”
Þó að best væri að þú orðaðir hann:
“Því ég hef ekkert að gera, mér hundleiðist og er líka pirruð.
Vildi bara deila þessu”
En það er svo sem ekki nauðsynlegt.
Vildi bara deila þessu.