Harry- “Ég er hræddur um að við séum að villast Heimir! Lítum á kortið.”
Heimir- “Gleðileg jól, og farsælt komandi ár.”
Ísleifur- “Jæja drengir, ég sef í miðjunni. Er það skilið?”
Heimir- “Já, þú átt það skilið.”
Ísleifur- “Já, hver ætlar þá að sofa neðst?”
Harry- “Neðst?”
Ísleifur- “Já, þetta er einsmannstjald, annar ykkar verður að sofa neðst.”
Harry- “Ætli ég verði ekki að fórna mér.”
Heimir- “Já, takk Harry.”
Harry- “Og láta Heimi sofa neðst.”
Heimir- “Já, þú meinar það já.”
Ísleifur- “Og nú ætla ég að geispa golunni! Er það skilið?” *deyr*
Veðurfréttamaður- (með týpískri veðurfréttalesararödd allan tímann, talar mjög rólega aaaalltaf, ímyndið ykkur) “Þetta er á Veðurstofu Íslands. Veðrið klukkan 18. Blíðumúli, suðvestansjö, úrkoma á síðust klukkustund. Skyggni fágætt. Hiti, þrjú stig. Blaðurhólsmýri, suðsuðvestansuð, úrkoma á síðustu stundu. Skyggni skítsæmilegt. Hiti, 39.5 og beinverkir. Regingnípa, Hjálp, þeir eru að reyna að drepa mig, sendið aðstoð í hvelli helvítin ykkar. Hjáááálp. Aaaaah. Hiti, mínus17 stig. Galtarsviti, ekki hundi út sigandi. Skyggni, svona lala.”
Veðurstofustjóri- “Ég segi ykkur satt, ég hef þungar áhyggjur af þessu, þungar áhyggjur!”
Heimir- “Hefurðu vigtað þær?”
Harry- “Þegiðu Heimir”
Sögumaður- “Nú verður flutt leikritið ”Með öðrum morðum“. Svakamálaleikrit í svo mörgum þáttum að ég hef ekki tölu á því. Ég hef svona rennilás í staðinn.”
Heimir- “Heyrðu, hvað er þetta?”
James- “Þetta er gamall ættargripur, herra minn.”
Heimir- “Ættargripur?”
James- “Já, ævaforn kínverskur postulínskjöldur, handmálaður og glerjaður með aðferð sem nú er löngu gleymd.”
Heimir- “Má ég sjá?”
James- “Það eru aðeins tveir svona skildir til í öllum heiminum.”
*brothljóð*
Heimir- “Æjæj”
James- *ræskir sig* Og núna er semsagt bara einn til í öllum heiminum.“
Þuríður- ”Ég er Þuríður Snitsel, ekkja Adolfs Snitsel.“
Vínar- ”Alltaf fær Adolf allt og ég ekki neitt! Hann hefur alltaf átt miklu meira en ég, og nú á hann meira að segja ekkju! Ekki á ég ekkju…“
Heimir- ”Heyrum, bíðum nú við, svo ég hafi þessu nöfn á hreinu… Þú ert Þuríður.“
Kristín- ”Nei, ég er Kristín.“
Heimir- ”Þú ert Garðar.“
Vínar- ”Nei ég er Vínar!“
Heimir- ”Þú ert Kristín já…“
James- ”Nei, ég er James.“
Heimir- ”Og þú ert Elenóra.“
Garðar- ”Nei, ég er Garðar!“
Heimir- ”Þú ert Vínar.“
Elenóra- ”Nei ég er Elenóra!“
Heimir- ”Já, þá er ég með þetta allt á hreinu sko.“
Adolf- ”Svo er það mín ástkæra mágkona, Kristín.“
Kristín- ”Nú, hann hefur þá munað eftir mér.“
Adolf- ”Þú hefur alltaf haldið því fram að þú standir hvaða karlmanni á sporði í hverju sem er, og þú getir gert allt sem karlmenn geta.“
Kristín- ”Ég hefði nú haldið það.“
Adolf- ”Þessvegna færð þú gömlu rakvélina mína, svo þú getir loksins rakað af þér yfirskeggið.“
Gaur- ”Ég hef aldrei vitað aðra eins ósvífni!“
Annar gaur- ”Segjum tveir!“
Fullt af fólki- ”TVEIR!“
Þuríður- ”Þetta gengur ekki Vínar! Við verðum að gera eitthvað í þessu.“
Vínar- ”Það er satt, Kristín.“
Þuríður- ”Ég er ekki Kristín, ég er Þuríður!“
Vínar- ”Núú! Hvernig á maður að þekkja ykkur í sundur, þið eruð báðar leiknar af karlmönnum!“
Elenóra- ”Gvuð Heimir, ég hef alltaf verið svo hrifin af þér!“
Heimir- ”Ertu að segja satt Garðar?“
Elenóra- ”…. Ég er Elenóra.“
Sögumaður- ”Þá hringdi síminn!“
*sími hringir*
Sögumaður- ”Harry greip um tólið!“
*Harry gefur frá sér stunur*
Sögumaður- ”Nei, símtólið fíflið þitt!“
Elenóra- ”Þú hefur aldrei verið giftur Heimir?“
Heimir- ”Nei.“
Elenóra- ”Þá er eitt sem þú hefur líklega aldrei prófað.“
Heimir- ”Hvað er það?“
Elenóra- ”Þú verður að prófa það Heimir. Það er svo gott. Fiinndu.“
*þau stynja bæði af ákafa*
Elenóra- ”Finnst þér þetta ekki æðislegt?“
Heimir- ”Júú.. Ahh…“
Elenóra- ”Ahhh… Á ég að halda áfram?“
Heimir- ”Jááááh!“
*stunurnar aukast*
Elenóra- ”Ahhh Heimir! Oh, þetta er svo gooohhtt!“
Heimir- ”Finnst þér þetta líka gott?“
Elenóra- ”Jáh.. Meira, meira!“
Heimir- ”Meira!“
*stunurnar í hámarki*
Heimir- ”Hva-Hvað er þetta eiginlega?“
Elenóra- ”Rabbarbarasulta.“
Heimir- ”Ahhh…“
Elenóra- ”Svona gætirðu fengið á hverjum degi ef þú værir giftur.“
Harry- ”Málið liggur ljóst fyrir, fyrir utan eitt lítið smáatriði. Við vitum fyrir víst að hér hefur geðveikur morðingi verið að verki. Við vitum fyrir víst að hann hefur þegar framið fjögur hroðaleg morð. Og við vitum fyrir víst að hann á eftir að reyna að fremja fleiri.“
Heimir- ”En hver er þá morðinginn?“
Harry- ”Það er einmitt þetta litla smáatriði sem liggur ekki ljóst fyrir.“
Heimir- ”Harry! James kemur ekki hingað inn.“
Harry- ”É-heg skil. Þá liggur þetta ljóst fyrir. Það er James sem er morðinginn. Segðu honum að leiknum sé lokið!“
Heimir- ”Leiknum er lokið James!“
Harry- ”Segðu honum að við vitum allt!“
Heimir- ”Við vitum allt James!“
Harry- ”Segðu honum að koma sér hingað inn í hvelli!“
Heimir- ”Já, komdu þér inn í hvelli James!“
*þögn*
Heimir- ”Eh, þetta þýðir ekki Harry. Hann kemur ekki.“
Harry- ”Hversvegna ekki?“
Heimir- ”Afþví hann er dauður.“
Harry- ”Við vitum fyrir víst að morðinginn ætlaði sér að stytta Heimi aldur.“
Heimir- ”Þú meinar stytta mér stundir.“
Harry- ”Þá er bara eitt morð eftir!“
Adolf- ”Hvað?“
Harry- ”Hver drap James?“
Adolf- ”James? Hann var ekki drepinn! Hann dó úr leiðindum yfir þessu leikriti!“
Adolf- ”Heimir! Þú hlýtur að hafa minnsta heila í heimi!“
Heimir- ”Minnsta heila í Heimi? Það er bara einn heili í Heimi.“
Adolf- ”Ha?“
Heimir- ”Já, það er bara einn heili í mér."
Það eru til svo mörg fleiri kvót frá þessum snillingum en þetta, en ég nennti ekki að skrifa fleiri í bili =) Endilega skrifið einhver ef þið munið =D