ég vaknaði, fór í Sega Megadrive með bróður mínum, svo komu 4 vinir mínir og við fórum í Medal of Honor European Assault( 4player) og svo fórum við út á trampólínið mitt og fórum aftur inn í Medal of Honor Rising Sun. Síðan fórum við aftur út á trampólínið og svo þurftu þeir allir að fara heim í mat.
Svo borðaði ég grillaðan grísling með Honey Mustard sósu :P
Svo fór ég að borða snakk og fór aftur í Sega tölvuna.
Svo komu vinir mínir aftur (ekki allir 4 samt, bara 3 af þeim) og við fórum að leita út um allan Grafarvog að góðum körfuboltavelli. Fundum svo einn hjá Rimaskóla, fórum í einhvern leik sem við bjuggum til, svo komu einhverjir litlir gaurar, örugglega úr 8. eða 9. bekk og buðu í okkur og við skíttöpuðum 10:0 :(
mig langaði hvort sem er ekkert til að vinna þennan asnalega leik :(
ég gat ekki einu sinni troðið eins og Michael Jordan.
En já, svo fórum við bara út í sjoppu, svo fórum við í Áburðaverksmiðjuna að horfa á Viðey, eða eitthvað þannig. Allavega komumst við að því að það er mjög stutt í hana, gætum þess vegna siglt þangað.
Svo var himininn í geðveikt kúl litum, ALVEG EINS og Vice City, gæti verið ljósmynd þaðan.
En svo kom ég bara heim fyrir stuttu og ég er alveg dauðþreyttur ennþá.