En alla vegana, við áttum að spila félagsvist með krökkunum og fyrir þá sem ekki vita hvað það er(eins og ég áður en ég byrjaði að spila) þá er spilið þannig að það eru mörg borð og maður er með þeim sem situr á móti manni í liði og maður á að reyna að fá sem flesta slagi. Ef maður vinnur þá færir strákurinn sem vann á borð með hærra númeri(borðin voru merkt með númerum) og stelpan á borð með lægra númeri.
Maður sat eftir ef maður tapaði. Maður var líka aldrei með sömu manneskjunni í liði.
En já, ég var svo ótrúlega góður að ég fékk aðeins 19 slagi sem er ekki gott(sá sem fékk flesta var með 43 slagi held ég).
Ég var líka alltaf á sama borði =/ =P
En já, svo voru vinningshafar tilkynntir. Viggi(Raiden) vann í strákaflokki og fékk fallegt úr að launum sem hann reyndar gaf svo í afmælisgjöf =D
Svo var sá aðili sem var með fæsta slagi kallaður upp og viti menn….það var ég!
Ég fékk flottan frosk að launum sem var mjög þungur btw, fullur af steinum eða e-ð.
Mér heyrðist líka á fólki að því langaði meira froskinn heldur en úrið =P.
Í enskutíma var svo verið að ákveða nafn á froskinn og besta tillagan kom frá Huga og það er nafnið…………FROSKFINNUR! :D
Aldrei hef ég fengið verðalun fyrir að vera lélegur áður en ég mæli með því, það er indælt :D
You slime